Lífið

Aldrei jafn margir á Airwaves

Dagskrá tónlistarhátíðinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í sjöunda sinn í miðborg Reykjavíkur 19.-23. október, liggur nú endanlega fyrir. Aldrei fyrr hafa jafn margir komið fram á hátíðinni og í ár, eða 160 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar. Mikil aukning hefur orðið í heimsókn erlendra listamanna en um 30 erlendar hljómsveitir og tónlistarmenn koma fram á Airwaves í ár, tíu fleiri en í fyrra. Hægt að nálgast dagskrá hátíðarinnar í heild sinni á www.icelandairwaves.com.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.