Lífið

KK og Lucky One á Nasa á fimmtudag

KK-The Lucky One bandið spilar á Nasa í kvöld. Um er að ræða einstakan viðburð sem unnendur góðrar tónlistar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn á undirbúningi sveitarinnar fyrir Kínatúr en þeim var boðið að spila á 7. alþjóðlegu listahátíðinni í Shanghai. Hér verður farið víða og spiluð lög frá upphafi ferils KK á Íslandi og til þessa dags. Hér gefst tónlistaráhugamönnum einstakt tækifæri á að sjá frábært band spila stórkostlega tónlist. Þeir félagar hafa aldrei verið þéttari. Miðasala er í fullum gangi á midi.is og í versunum Skífunnar. Miðaverð er aðeins 1.000 kr. auk miðagjalds. Um takmarkað magn miða er að ræða og ætti fólk að reyna að tryggja sér miða hið fyrsta á þennan einstæða tónlistarviðburð. Bandið: KK - gítar, söngur og munnharpa Þorleifur Guðjónsson - bassi og raddir Eyþór Gunnarsson - hljómborð, raddir og ásláttur Sigurður Flosason - saxafónn og ásláttur Þorsteinn Einarsson - gítar og raddir Erik Qvick - trommur og raddir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.