Leikjavísir

Spilari dæmdur til dauða

Tvítugur maður að nafni Devin Moore hefur verið fyrir rétti undanfarið ár vegna þess að árið 2003 myrti hann 3 lögreglumenn í Alabama, USA. Þegar hann var í gæsluvarðhaldi fyrir að stela bíl náði hann að grípa skammbyssu af einum lögreglumannanna og notaði hana síðan til að myrða bæði hann og 2 aðra lögreglumenn sem komu vini sínum til hjálpar. Devin hefur frá upphafi kennt GTA III um morðin, og sagði leikinn hafa ýtt sér til ofbeldis. Í ágúst var hann dæmdur sekur af kviðdómi, og í dag (7. október) var hann dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar, dauða. Þótt að Devin Moore hafi verið fórnarlamb kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis á sinni stuttu ævi, hefur Grand Theft Auto III aðallega verið kennt um þetta atvik, því Devin eyddi mörgum klukkutímum á dag fyrir framan tölvuna í honum. Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið hvort ofbeldisfullir tölvuleikir geti valdið ofbeldishneigð hjá ungu og áhrifagjörnu fólki. T.d er ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, nýbúinn að samþykkja lög sem valda því að allir tölvuleikir sem innihalda efni sem líkist á minnsta hátt einhverju ofbeldi, verða sérmerktir með 2X4 cm límmiðum, og búðir geta fengið sekt upp að 1000$ ef þeir eru gripnir við það að selja þessa sérmerktu leiki til einhvers undir 18 ára aldri. Formaður samtaka tölvuleikjaframleiðanda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt það að þeir muni áfrýja þessari ákvörðun Arnolds. Það hefur þótt ansi sérstakt að Schwarzenegger skuli setja svona takmarkanir á tölvuleiki þegar hann hefur sjálfur hlotið mestan sinn auð við það að myrða annað fólk á hvíta tjaldinu, og hefur fyrir það hlotið mikla aðdáun ungra kvikmyndaunnenda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×