Lífið

Örninn tilnefndur til Emmy

Dönsku þættirnir um Örninn og kvikmyndin Ungi Andersen hafa verið tilnefndar til Emmy verðlauna. Þetta er fjórða árið í röð sem danska ríkissjónvarpið er tilnefnt til Emmy verðlauna fyrir framleiðslu sína. Að sögn Jyllands Posten var greint frá tilnefningunni á sjónvarpshátíð í Cannes í Frakklandi í hádeginu í dag. Þættirnir um Örninn ættu að vera flestum Íslendingum vel kunnugir en aðalpersóna þáttanna, Hallgrim Örn Hallgrimsson, er af íslenskum ættum. Örninn er tilnefndur í flokknum "besta dramaþáttaröðin" og Ungi Andersen, sem er einnig framleitt af danska ríkissjónvarpinu í samvinnu með Nordisk Film, er í flokknum "besta sjónvarps-/bíómyndin". Danska ríkissjónvarpið hefur tvisvar hlotið Emmy verðlaunin eða fyrir þættinu "Rejseholdet" árið 2002 og þættina Nikolaj og Julie árið 2003. Sýningar eru nýlega hafnar í Danmörku á annarri þáttaröðinni um Örninn. Þar til þættirnir verða sýndir á Íslandi, er hægt að horfa á þá á heimasíðu danska ríkisútvarpsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.