Lífið

Tasmaníubúar stoltir af Maríu

Tasmaníubúar eru stoltir af Maríu krónprinsessu Dana og nýfæddum syni hennar og Friðriks ríkisarfa. María ólst upp í Tasmaníu og nú hefur héraðsstjórnin þar ákveðið að færa dýragarðinum í Kaupmannahöfn tvo Tasmaníudjöfla að gjöf, svo dönsk börn geti séð þá með eigin augum. Tasmaníudjöflar eru pokadýr á stærð við meðalhund, þau stærstu sem éta kjöt og finnast aðeins í Tasmaníu. Djöflanafnið er dregið af skerandi öskrum dýranna, kolsvörtum lit og að því er sagt er, erfiðu skapferli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.