Lífið

Viðurkenning fyrir bækur

Grafarþögn, skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, er tilnefnd til CWA Gull og silfur rítings verðlaunanna. Þetta eru ein virtustu sakamálasagnaverðlaun heims og víða til þeirra vitnað. Verðlaunaafhendingin mun fara í London 8. nóvember en á meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin er sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell. Aðspurður hvaða þýðingu tilnefningin hafi fyrir hann segir Arnaldur að hann telji þetta viðurkenningu fyrir bækur hans og að hún sé bæði merkileg og ánægjuleg. Bækur Arnaldar hafa verið seldar til 26 landa og yfir milljón eintök selst um allan heim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.