Lífið

Einar verður umboðsmaður Kiri

Einar Bárðarson hefur lengi verið talinn einn öflugasti umboðsmaður á Íslandi og hann er ánægður með að hafa fengið hina heimsþekktu söngkonu á sín snæri. "Ég held þetta sé fyrst og fremst mikil viðurkenning." Kiri Te Kanawa er ekkert smánafn í óperuheiminum - hún er einhver frægasta sópransöngkona heims. Samningur hennar við núverandi umboðsmann rennur út um áramótin og þá tekur Einar við taumunum. Hann segir að hugmyndin um hann sem umboðsmann hafi kviknað í sumar þegar Kiri kom hingað til að veiða, en hún er mikil áhugamanneskja um laxveiðar. "Svo kom hún aftur um daginn að halda tónleika. Við ákváðum að kýla á þetta," segir Einar sem er þegar farinn að skipuleggja tónleika með Kiri á næsta ári. "Það sem ég er aðallega að vinna í núna er tímabilið frá miðju sumri á næsta ári og fram að jólum. Þá verða haldnir tónleikar í Evrópu sem ég sé um að setja saman fyrir hana."  Einar segist ekki hafa pælt mikið í hversu mikið þetta þýði fjárhagslega fyrir hann og fyrirtæki hans. "Ég held að ef ég geri þetta sæmilega verði launin rífleg bæði veraldlega og andlega."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.