Lífið

Sprengjuhótun á tónleikum Stones

Ellismellirnir í Rolling Stones þurftu að gera 45 mínútna hlé á tónleikum sínum í Bandaríkjunum í gær eftir að sprengjuhótun barst tónleikahöldurunum. Hótunin barst símleiðis og var sagt að sprengjan væri við sviðið. Skilaboðunum var umsvifalaust komið til Mick Jaggers, söngvara „Stónsaranna", sem í kjölfarið tilkynnti tónleikagestum að tíu mínútna hlé yrði gert á tónleikunum. Sú pása varð svo nokkuð lengri en eftir að lögregla hafði fínkembt svæðið var gefið grænt ljós á að tónleikarnir gætu haldið áfram, við mikinn fögnuð hinna 50 þúsund tónleikagesta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.