Lífið

Lagakeppni á Gauknum í kvöld

Lagakeppni umboðsskrifstofunnar gigg.is verður haldin á Gauki á Stöng í kvöld. Fjórtán hljómsveitir keppa en sigurlaunin eru upptökutímar í stúdíói. Auk þess verður vinningslagið sent til þátttöku í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Áhorfendur á Gauknum taka virkan þátt í kosningunni og gilda atkvæði þeirra 50% í endanlegu vali. Dómarar keppninar eru Michael Pollock, Óli Rúnar í Atomstöðinni og Davíð Sigurðarson umboðsmaður. Hljómsveitin Sigurrós gefur vinningshafa kvöldsins 10 tíma í upptökuheimilinu sundlaugin.com. Vinningshafinn getur þar tekið lagið sitt upp og komið því á framfæri í þokkalegum gæðum. Hljómsveitirnar sem keppa eru Hraun, Touch, Rrr, Refill, Þorvaldur Geirsson, LoveBalls, Andrúm, Salka & Lilja, Umsvif, Sweet Sins, Tríkot, HugarÁstand, Isold og Kóngulóarbandið. Lagakeppnin hefst klukkan 21:00 í kvöld á Gauknum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.