Lífið

Símaklefar að verða úreltir

Símaklefar eru úrelt fyrirbæri. Íslendingar eru steinhættir að nota þá og eru tveir klefar rifnir í viku hverri. Nú eru tæplega 300 þúsund farsímanúmer í notkun á Íslandi - sannkölluð bylting - um það bil einn sími á hvert mannsbarn í landinu. Það hefur löngum verið sagt um Íslendinga að þeir séu tæknióð þjóð og það er sennilega ástæðan fyrir því að símaklefum hefur fækkað um 200 á síðastliðnum tveimur árum. Tveir símaklefar hafa verið teknir niður í hverri viku í tvö ár því Íslendingar eru hættir að nota þá. Aðspurð hverjir stígi inn í þá sem eftir séu segir Eva Magnúsdóttir að það séu erlendir ferðamenn og þeir sem komi til skemmri tíma til landsins til að vinna. Spurð hvers vegna Síminn sé enn með símaklefa segir Eva að fyrirtækið sé enn markaðsráðandi og þetta sé eitt af því sem því beri að gera, að halda úti almenningssíma. Rekstur þeirra sé þóé ekki gróðastarfsemi. Eva segir aðspurð að að einhverju leyti séu símaklefar að vera úreltir en Síminn verði áfram með þá meðan krafa sé gerð um það. Síðan verði yfirvöld að ákveða hvenær rétt sé að leggja klefana alveg niður. Þess má geta að nú eru einungis 450 almenningssímar eftir í landinu - þeim hefur því fækkað um þriðjung á aðeins tveimur árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.