Lífið

Förufálka sleppt

Litla förufálkanum sem dvalist hefur í Húsdýragarðinum frá því á föstudaginn var sleppt í dag. Förufálkar eru afar sjaldséðir við Ísland, en þessi örmagnaðist á leið sinni frá Grænlandi suður um höf og lenti á íslensku skipi. Skipverjarnir komu fálkanum í Húsdýragarðinn og þar hefur hann verið baðaður og stríðalinn síðustu daga, og er hann nú talinn tilbúinn til að takast á við veröldina á eigin spýtur. Það er orðið of seint fyrir hann að fljúga til Suður-Ameríku núna, svo hann hefur væntanlega vetursetu hér. Spurningin er bara hvar hann velur sér stað, en síðasti förufálki bjó í Sólheimablokkunum um eins vetrar skeið og var víst lítið um músagang í hverfinu þann veturinn. >





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.