Lífið

Íslendingar syngja með Kiri

Tveir ungir söngvarar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær. Hin heimsfræga söngkona Kiri Te Kanawa bauð þeim óvænt að syngja með sér á tónleikum hennar á miðvikudaginn. Egill Árni Pálsson og Jón Leifsson eru ungir söngvarar sem voru í vinnustofu hjá Kiri Te Kanawa. Kiri leist svo vel á þá félaga að hún talaði við þá eftir námskeiðið og spurði þá hvort þeir vildu koma fram á tónleikunum hennar. Söngvararnir eru í skýjunum með tækifærið og vonast til þess að einhverjar dyr opnist fyrir þá í söngnum í framhaldinu af tónleikunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.