Lífið

Metfjöldi heimsótti Vísisvefinn

Vísir er vinsælasta vefsvæði landsins og sló notkun í liðinni viku öll met. Vikulegir notendur á Vísi mældust tæplega 213 þúsund í liðinni viku og hafa ekki mælst fleiri frá upphafi. Aðeins einu sinni áður hefur vefur í samræmdri vefmælingu fengið fleiri vikulega notendur og mátti fyrst og ­fremst rekja aukninguna til gríðarlegrar umferðar frá útlöndum. Raunaukning notenda milli vikna var 5,7 prósent en vikulegum notendum fjölgaði um 11.503 milli vikna. Mest var aukningin í fréttahluta Vísis, tæplega 7 prósent milli vikna. Innlit í liðinni viku eða heimsóknir á vefinn voru rúmlega 1.100 þúsund, jukust um 7,8 prósent, og flettingar eða skoðaðar síður voru rúmlega 11 milljónir. Þar nemur aukningin 4,2 prósentum. "Þetta er ánægjuleg þróun og viðurkenning á því sem við höfum verið að gera að undanförnu. Ég reikna með að vöxturinn haldi áfram, einkum í fréttahlutanum, enda ljóst að Fréttavaktin og Nýja fréttastöðin munu styrkja þann hluta Vísis enn frekar," segir Þorsteinn Eyfjörð, forstöðumaður vefútgáfu 365.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.