Lífið

Simpansaynja hættir að reykja

Tímamót hafa orðið í lífi simpansaynjunnar Ai Ai. Hún er loks hætt að reykja. Ai Ai er tuttugu og sjö ára og býr í dýragarði í Norðvestur-Kína. Hún byrjaði að reykja fyrir sextán árum, líklega af leiða og sorg, en maki hennar var þá nýdáinn. Hún varð keðjureykingaapi eftir að seinni maki hennar dó árið 1997 og dóttir hennar var flutt frá henni í annan dýragarð. Umsjónarmenn garðsins voru farnir að hafa áhyggjur af heilsufari Ai Ai og gripu til þess ráðs að reyna að fá hana til að gleyma tóbakslönguninni með því að fara með hana í gönguferðir, leika fyrir hana tónlist, láta hana stunda líkamsæfingar og svo fékk hún sælkeramat. Þeir segja að hún hafi kvartað einstaka sinnum meðan á afeitruninni stóð og beðið um tóbak, en nú sé hún laus við fíknina og líði mun betur. Opinbera fréttastofan Xinhua hefur ekki látið uppi hver gaf henni fyrstu sígarettuna eða hver keypti þær fyrir hana öll þessi ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.