Fleiri fréttir

Norðmenn mörðu sigur gegn Slóveníu

Noregur vann nauman sigur, 28-27, á Slóvenum í opnunarleik D-riðils í Vrsac í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Norðmenn voru sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér tvö dýrmæt stig.

Gríðarleg öryggisgæsla í Vrsac

Það er farið að styttast í fyrsta leik D-riðils á EM. Mikil stemning er fyrir utan Millenium-höllina í Vrsac þar sem Slóvenar fara mikinn og syngja fyrir allan seðilinn.

Anton og Hlynur dæma hörkuleik á EM á morgun

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fá heldur betur alvöru verkefni á EM í handbolta á morgun þegar þeir munu dæma viðureign Makedóníu og Þýskalands í B-riðli.

Arnór: Ætlum okkur að ná árangri

Arnór Atlason verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM og segist vera klár í bátana þó svo hann sé mjög slæmur í bakinu enda með brjósklos.

Viðtal við Aron truflað af sjúkrabíl

Aron Pálmarsson var í miðju viðtali við Henry Birgi Gunnarsson, fréttamann Vísis í Serbíu, þegar þeir voru truflaðir af sírenuvæli í sjúkrabíl í grenndinni.

Stuðningsmenn og fjölmiðlafólk á ferð og flugi

Mótshaldarar EM í Serbíu eru ekki að uppfylla allar kröfur sem EHF setur þeim. Til að mynda geta hvorki stuðningsmenn né fjölmiðlamenn gist í Vrsac þar sem riðill Íslands fer fram.

Balic með Króötum á EM

Ivano Balic, einn besti handboltamaður heims, er orðinn betri af meiðslum sínum og verður í leikmannahópi Króatíu gegn Íslandi á EM í handbolta í kvöld.

Róbert: Það er undarlegt að vera án Snorra

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson mun ekki þrykkja á nein boli næstu daga enda á fullu með íslenska handboltalandsliðinu á EM. Róbert hefur verið að vekja athygli undanfarið fyrir bolahönnun sína.

Björgvin Páll spilar í kvöld

Björgvin Páll Gústavsson spilar með íslenska landsliðinu gegn Króatíu í kvöld en hann hefur legið veikur í rúminu síðan liðið kom út til Serbíu á laugardagskvöldið.

Guðjón Valur búinn að spila í yfir 30 klukkutíma á EM

Guðjón Valur Sigurðsson er að setja met í Serbíu með því að taka þátt í sínu sjöunda Evrópumóti, en hann og Ólafur Stefánsson eru þeir einu sem hafa verið með á sex fyrstu Evrópukeppnum íslenska landsliðsins.

Arnór saknar Ásgeirs

Strákarnir okkar eru vanir því að vera tveir saman á herbergi á stórmótum en á hótelinu sem þeir gista á núna var aðeins boðið upp á eins manns herbergi.

Ekkert Twitter-bann hjá landsliðinu

Fjölmargir íþróttamenn hafa skotið sig í fótinn með misgáfulegum ummælum á Twitter. Fjölmörg félög og landslið hafa í kjölfarið sett reglur er varða notkun samskiptamiðla eins og Twitter og Facebook.

Erum að nálgast Króata

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að markmið eitt hjá íslenska liðinu sé að komast upp úr riðlinum. "Það þarf algjöran toppleik til að vinna Króata,“ segir þjálfarinn en fyrsti leikurinn á EM í Serbíu er í kvöld.

Hafa ekki tapað fyrsta leik á síðustu mótum

Strákarnir okkar hafa byrjað vel á síðustu stórmótum sínum og íslenskt landsliðið hefur ekki tapað í fyrsta leik á undanförnum þremur stórmótum. Aðeins eitt stórmót frá og með árinu 2005 hefur byrjað á tapleik.

Fimmtán manna hópurinn klár | Rúnar og Oddur upp í stúku

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í kvöld 15 manna hópinn sinn á EM. Þeir Rúnar Kárason og Oddur Gretarsson verða utan hóps til að byrja með sem og markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem kemur til móts við hópinn í nótt.

Danmörk lagði Slóvakíu

Danir sigruðu baráttuglaða Slóvaka 30-25 í kvöld í fyrsta leik þjóðanna í A-riðli á EM í Serbíu. Danir náðu frumkvæðinu um miðbik fyrri hálfleiks og héldu því út leikinn þó Slóvakía hafi aldrei verið langt undan.

Jafnt hjá Svíþjóð og Makedóníu

Svíþjóð varð að sætta sig við jafntefli 26-26 gegn Makedóníu í kvöld í fyrsta leik liðanna á EM í Serbíu. Leikurinn var æsispennandi og hefðu bæði getað landað sigrinum í lokin.

Frábær byrjun heimamanna

Serbía gerði sér lítið fyrir og skellti Pólverjum 22-18 í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Serbía var mikið betri allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu.

Tékkar sigruðu opnunarleikinn

Tékkland sigraði Þýskaland 27-24 í opnunarleik Evrópumeistaramótisins í handbolta í Serbíu í dag. Tékkar voru yfir frá fyrstu mínútu og yfirspiluðu Þjóðverja á löngum köflum. Tékkar voru 14-9 yfir í hálfleik.

Guðjón Valur um fyrirliðabandið: Held áfram að vera sami leikmaður

Guðjón Valur Sigurðsson hefur tekið við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni og Evrópumótið í Serbíu verður fyrsta stórmótið þar sem Guðjón Valur er fyrirliði liðsins frá fyrsta leik. Íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á EM á móti Króatíu á morgun.

Aron Rafn kallaður til Serbíu - Björgvin Páll veikur

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka og þriðja markvörður íslenska handboltalandsliðsins hefur verið kallaður út til Serbíu vegna veikinda aðalmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar. Björgvin Páll er kominn með hita og gæti misst af fyrsta leik Íslands á EM í Serbíu sem er á móti Króötum á morgun.

Verja verðlaun í fyrsta sinn

Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt sjöunda Evrópumót og að þessu sinni liggur leið strákanna til Serbíu. Fyrir tveimur árum náðu strákarnir hápunktinum þegar þeir unnu bronsið í Austurríki.

EM-lagið í ár klikkar ekki

Það er engin Evrópukeppni í handbolta án þess að hafa sitt EM-lag og Serbarnir hafa ekkert klikkað á því í undirbúningi sínum fyrir EM í Serbíu sem hefst á morgun.

Patrekur kom Austurríki í umspilið

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu eru komnir áfram í umspilið fyrir HM á Spáni 2013 eftir öruggan 31-21 sigur á Ísrael í kvöld.

Strákarnir eru lentir í Serbíu

Íslenska handboltalandsliðið er lent í Serbíu eftir flug frá London en íslenska liðið lagði af stað frá Keflavík í morgun. Strákarnir okkar munu spila sinn fyrsta leik á EM á móti Króatíu á mánudaginn.

Grótta vann fyrir norðan og komst af botninum - úrslit dagsins

Grótta vann sinn fyrsta sigur í N1 deild kvenna á tímabilinu í dag þegar Gróttukonur fóru norður og lönduðu 26-25 sigri á móti KA/Þór. Grótta komst fyrir vikið upp fyrir KA/Þór og sendi norðanstúlkur niður í botnsæti deildarinnar. Þetta var einn af þremur leikjum dagsins.

Ásta Birna: Alltaf sérstaklega sætt að vinna Val

"Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram eftir 26-21 sigur á Val í toppslag N1 deildar kvenna í dag. Framliðið komst með því að topp deildarinnar.

Mikkel Hansen fagnar kílóunum

Mikkel Hansen, stórskytta AG Kaupmannahöfn og danska landsliðsins, er ánægður með að hafa bætt við sig nokkrum kílóum og segir það hjálpa sér inn á handboltavellinum. Hansen verður í stóru hlutverki með Dönum á EM í Serbíu.

Enginn Óli - enginn Snorri Steinn

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, tilkynnti EM-hóp sinn í gær og þá kom endanlega í ljós að Snorri Steinn Guðjónsson gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Guðmundur fer með sautján menn út til Serbíu, þar á meðal nýliðana Ólaf Bjarka Ragnarsson og Rúnar Kárason.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-21 | Framkonur á toppinn

Góður varnarleikur Fram skapaði 5 marka sigur þeirra á Val í Safamýrinni í dag en með þessum sigri tylla þær sér á topp N1-deildar kvenna. Þær höfðu undirtökin nánast allann leikinn og náðu Valsstúlkur aðeins einu sinni forystunni í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Finnland 43-25

Ísland vann sannkallaðan stórsigur á Finnum 43-25 í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var lokaleikur liðsins fyrir EM í Serbíu sem hefst á sunnudaginn. Staðan í hálfleik var 21-16, Íslandi í vil.

EM í Serbíu: Þrír leikir í beinni á dag

Vodafone mun senda út tvær sjónvarpsrásir á meðan EM í Serbíu og sýna að jafnaði þrjá leiki á hverjum degi í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá. Þetta var tilkynnt í dag.

Ingimundur: Ég verð klár í slaginn

"Ég má ekki sprikla fyrr en á sunnudaginn segja læknar. Ég held að þetta verði allt í góðu,“ sagði Ingimundur Ingimundarson sem lék ekki með Íslandi gegn Finnlandi í kvöld vegna meiðsla.

Guðmundur: Ólafur Bjarki mun fá mun stærra hlutverki

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur sinna manna á Finnum í vináttulandsleiknum í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðið spilaði þá í fyrsta sinn eftir að EM-hópurinn var tilkynntur en þá kom í ljóst að Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með í Serbíu.

Guðjón Valur: Ætlum að skemmta okkur og öðrum í kvöld

Guðjón Valur Sigurðsson segir að strákarnir í handboltalandsliðinu ætli að njóta þess að spila fyrir troðfulla höll í kvöld. Íslenska karlalandsliðið mætir Finnum í Laugardalshöllinni klukkan 19.45 en þetta er síðasti undirbúningsleikur Strákanna okkar fyrir EM í Serbíu sem byrjar hjá íslenska liðinu á mánudaginn.

Enginn í landsliðinu hefur spilað áður við Finna

Íslenska landsliðið í handbolta mætir Finnum í æfingaleik í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 en þetta verður fyrsti leikur þjóðanna í rúm þrettán ár. Enginn leikmaður íslenska landsliðsins í kvöld hefur spilað áður A-landsleik við Finna.

Aron um leikinn í kvöld: Vonandi gengur þetta eins og smurð vél

Íslenska karlalandsliðið mætir Finnum í Laugardalshöllinni klukkan 19.45 í kvöld fyrir fram troðfulla höll en Arion Banki gaf ókeypis miða á leikinn í vikunni. Þetta er síðasti undirbúningsleikur Strákanna okkar fyrir EM í Serbíu sem byrjar hjá íslenska liðinu á mánudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir