Handbolti

Patrekur kom Austurríki í umspilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu eru komnir áfram í umspilið fyrir HM á Spáni 2013 eftir öruggan 31-21 sigur á Ísrael í kvöld.

Austurríki var svo gott sem komið áfram því liðið mátti tapa leiknum með níu marka mun eftir 40-31 sigur í fyrri leik liðanna í Ísrael. Austurríki var í riðli með Ísrael og Bretlandi og vann alla fjóra leiki sína stórt.

Þetta voru fyrstu mótsleikir Austurríksmanna undir stjórn Patreks en framundan eru síðan umspilsleikirnir í sumar. Það verður dregið 29. janúar næstkomandi en þar verða einnig liðin frá EM sem tryggja sér ekki sæti á HM á Evrópumótinu í Serbíu.

Raul Santos var besti maður Austurríkismanna í undanriðlinum en hann skoraði 7 mörk í kvöld og alls 32 mörk í leikjunum fjórum. Robert Weber var markahæstur í kvöld með átta mörk en fimm þeirra komu úr vítum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×