Handbolti

Strákarnir eru lentir í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þórir Ólafsson bíða hér eftir töskunum sínum á flugvellinum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þórir Ólafsson bíða hér eftir töskunum sínum á flugvellinum. Mynd/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið er lent í Serbíu eftir flug frá London en íslenska liðið lagði af stað frá Keflavík í morgun. Strákarnir okkar munu spila sinn fyrsta leik á EM á móti Króatíu á mánudaginn.

Ferðalagið var ekkert sérstakt en allir eru hressir samkvæmt fréttamanni Vísis, Henry Birgi Gunnarssyni, sem er líka á leiðinni á mótið. Ferðlagið er þó ekki alveg búið því framundan er tveggja tíma rútuferð frá Belgrad til Vrsac þar sem riðill íslenska liðsins fer fram.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, smellti af nokkrum myndum af strákunum og má sjá þær hér með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×