Handbolti

Ekkert Twitter-bann hjá landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Mynd/Pjetur
Fjölmargir íþróttamenn hafa skotið sig í fótinn með misgáfulegum ummælum á Twitter. Fjölmörg félög og landslið hafa í kjölfarið sett reglur er varða notkun samskiptamiðla eins og Twitter og Facebook.

Flestir leikmenn íslenska landsliðsins eru með Facebook-síðu og nokkrir þeirra eru farnir að gera vart við sig á Twitter.

Guðmundur landsliðsþjálfari er ekki einn þeirra sem hafa sett reglur er varða notkun þessara miðla.

„Ég hef aldrei skipt mér af því. Leikmennirnir bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin hugarfari. Þeir hafa hingað til verið mjög fagmannlegir í þessu sem öðru og ég treysti þeim til að halda því áfram," sagði Guðmundur.

„Leikmenn hafa mitt fyllsta traust þar til annað kemur í ljós og ég á ekki von á því að þurfa að setja slíkar reglur. Þeir eru það fagmannlegir þessir strákar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×