Handbolti

Róbert: Það er undarlegt að vera án Snorra

Henry Birgir Gunnarsson í Serbíu skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson mun ekki þrykkja á nein boli næstu daga enda á fullu með íslenska handboltalandsliðinu á EM. Róbert hefur verið að vekja athygli undanfarið fyrir bolahönnun sína.

"Það væri gaman ef ég væri með græjuna með mér en ég þurfti því miður að skilja þetta eftir heima. Ég vil samt koma því á framfæri að bolirnir eru enn fáanlegir heima á Íslandi," sagði Róbert léttur en bolirnir eru seldir í Sirkus á Laugavegi.

Róbert er búinn að vera herbergisfélagi Snorra Steins Guðjónssonar til margra ára en Snorri er fjarri góðu gamni að þessu sinni eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Róbert gat ekki neitað því að hann saknaði vinar síns.

"Það er hálfundarlegt að vera án hans. Ég verð að takast á við það. Ef ég yrði svo óheppinn að konan mín vildi fara frá mér þá er ég búinn að fá undirbúning. Ég þekki núna tilfinninguna. Snorri kemur samt aftur og hann er með okkur í anda. Þetta verður erfitt fyrir mig en strákarnir eru að komast yfir þetta," sagði Róbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×