Handbolti

Ingimundur: Er bjartsýnn á mína þátttöku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson segir að staðan á sér fyrir leikinn gegn Króötum í kvöld sé ágæt. Hann hefur hvílt undanfarna viku vegna meiðsla.

„Ég held að þetta sé á góðri leið hjá mér. Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn á þátttöku mína á EM,“ sagði Ingimundur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann segir að Króatía sé með sterkt lið sem erfitt sé að spila gegn. „Það er mjög gaman að spila gegn þeim. Þeir eru duglegir að kasta sér á mann og gera sér upp hitt og þetta. En það er líka hægt að ná þeim upp ef maður tekur á þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×