Handbolti

Hafa ekki tapað fyrsta leik á síðustu mótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir unnu Ungverja í fyrsta leik á HM í fyrra.
Strákarnir unnu Ungverja í fyrsta leik á HM í fyrra. Mynd/Valli
Strákarnir okkar hafa byrjað vel á síðustu stórmótum sínum og íslenskt landsliðið hefur ekki tapað í fyrsta leik á undanförnum þremur stórmótum. Aðeins eitt stórmót frá og með árinu 2005 hefur byrjað á tapleik.

Íslenska liðið tapaði fyrir Svíum í fyrsta leiknum sínum á EM 2008 en hefur síðan unnið Rússa (ÓL 2008) og Ungverja (HM 2011) og gert jafntefli við Serba (EM 2010) í fyrsta leik sínum á síðustu stórmótum.

Byrjun á Evrópumótunum hefur þó ekki gengið eins vel. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni unnið fyrsta leik á EM en það var á móti Serbum á EM í Sviss 2006. Strákarnir gerðu jafntefli í fyrsta leik á EM 2002 og EM 2010 en töpuðu fyrsta leik á EM 2000, EM 2004 og EM 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×