Handbolti

EM-lagið í ár klikkar ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er engin Evrópukeppni í handbolta án þess að hafa sitt EM-lag og Serbarnir hafa ekkert klikkað á því í undirbúningi sínum fyrir EM í Serbíu sem hefst á morgun.

Móthaldarar í Serbíu fengu tvo rokkara til að semja og flytja lagið sem heitir „Handball Fantasy" (Never Forget). Það er einnig búið að setja saman myndband sem virkar jafnframt sem ágæt kynning á mótinu enda er þar farið yfir leikstaðina og riðlana á EM í Serbíu.

„Þetta er orkumikið og karlamennlegt rokklag sem hefur fengið góð viðbrögð. Ég vona að áhorfendurnir eigi eftir að syngja með frá upphafi til enda þegar lagið verður spilað í höllunum," sagði söngvarinn Ognjen Radivojevic í viðtali á heimasíðu keppninnar.

Þeir sem vilja fá forskot á sæluna geta smellt hér fyrir ofan en þar má sjá þetta fróðlega myndband með þessu hressa rokklagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×