Handbolti

Anton og Hlynur dæma ekki í fyrstu umferð | Þýskir dómarar hjá Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dómararnir á EM.
Dómararnir á EM. Mynd/Heimasíða Evrópumótsins
Anton Geir Pálsson og Hlynur Leifsson eru ekki meðal þeirra dómara sem munu dæma leikina í fyrstu umferð á Evrópumótinu í Serbíu sem hefst á morgun.

Íslenska dómaraparið fær því ekki að dæma leiki á fyrstu tveimur dögum keppninnar en dómaranefnd EHF er búin að ákveða hvaða dómarapör dæma leikina átta sem fara fram 15. og 16. janúar.

Anton og Hlynur eru engu að síður varadómarapar í leikjum sunnudagsins í B-riðli sem fara fram í Nis. Þá mætast Þýskaland og Tékkland í fyrri leiknum og svo Svíar og Makedónar í seinni leiknum. Það er norskt og franskt par sem dæma þá leiki.

Það verða þýskir dómarar, Geipel og Helbig sem dæma leik Íslands og Króatíu sem fer fram á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×