Verja verðlaun í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 09:00 Mynd/Diener Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt sjöunda Evrópumót og að þessu sinni liggur leið strákanna til Serbíu. Fyrir tveimur árum náðu strákarnir hápunktinum þegar þeir unnu bronsið í Austurríki. Það virðist ekki vera langt síðan mögnuð skutla Alexanders Petersson reddaði málunum í leiknum um 3. sætið á móti Póllandi og strákarnir okkar fögnuðu bronsinu skömmu síðar með silfur í hárinu. Nú tveimur árum síðar er komið að næsta Evrópumóti og strákarnir okkar eru í fyrsta sinn mættir á stórmót þar sem þeir hafa verðlaun að verja. Ólympíusilfrið vannst vissulega sautján mánuðum fyrr en næstu Ólympíuleikar eru ekki fyrr en í London í sumar. Saga íslenska landsliðsins á EM telur orðið sex mót en Ísland er ein af sjö þjóðum sem hafa verið með á öllum Evrópumótum á nýrri öld. 30. maí 1999 30. maí 1999 er einn af mörgum merkilegum dögum í sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta og örugglega með þeim allra dramatískustu. Þá fór fram lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2000 og eftir níu marka stórtap í fyrri leiknum á móti Sviss leit allt út fyrir að íslenska landsliðið myndi missa af fjórða Evrópumótinu í röð. Evrópumótið hafði farið fram á tveggja ára fresti frá og með árinu 1994 en íslenska landsliðið sat eftir í undankeppninni í hvert skipti. Króatía og Hvíta-Rússland skildu okkur eftir í riðlinum fyrir EM 1994, Rússar og Rúmenar fóru á EM 1996 úr okkar riðli og tveimur árum síðar sat íslenska liðið einnig eftir í undankeppninni en Júgóslavíu og Litháen komust áfram á EM 1998. Þarna voru Svisslendingar mættir í Kaplakrikann og máttu tapa með 8 eða 9 mörkum því það kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir leik. Íslenska liðið skoraði sex síðustu mörk fyrri hálfleiks, var 16-10 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum með níu marka mun eftir að Róbert Julian Duranona skoraði lokamarkið þremur sekúndum fyrir leikslok.Átta eða níu mörk Það var þó engin sigurstund í leikslok, ekki síst eftir að vallarþulurinn tilkynnti að Íslendingar hefðu setið í riðlinum vegna þess að þeir höfðu skorað færri mörk á útivelli. Áhorfendur fóru því súrir heim og strákarnir í liðinu sáu enn eitt Evrópumótið renna sér úr greipum. Þegar fulltrúar HSÍ náðu loksins sambandi við Alþjóðahandknattleikssambandið, kom í ljós að íslenska liðið var komið áfram eftir allt saman þar sem liðið var með betri markatölu úr öllum leikjum riðilsins. Íslenska liðið hafði áður unnið tvo risasigra á Kýpur og það voru þeir sem skiluðu liðinu sæti á EM í Króatíu.Allir löngu farnir heim Áhorfendurnir voru löngu farnir heim en strákarnir fögnuðu sætinu á EM í Króatíu í klefanum. Biðin var löng eftir fyrsta Evrópumótinu en hún var einnig löng eftir fyrsta sigurleiknum á EM. Íslenska liðið tapaði nefnilega fyrstu fimm leikjum sínum og vann ekki leik fyrr en í leik um 11. og næstsíðasta sætið gegn Úkraínumönnum. Tveimur árum síðar var allt annað upp á teningnum þegar íslenska liðið komst alla leið í undanúrslitin en sá á eftir verðlaunum eftir 11 marka tap fyrir Svíum í undanúrslitaleiknum og 7 marka tap fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið. EM Í Slóveníu 2004 voru mikil vonbrigði þar sem íslenska liðið vann ekki leik og komst ekki upp úr sínum riðli. Íslenska landsliðið endaði síðan í 7. sæti á EM í Sviss tveimur árum síðar eftir tap fyrir Króötum og Norðmönnum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið fann sig ekki á Evrópumótinu í Noregi árið 2008. Íslenska liðið lá fyrir Svíum og Frökkum í riðlakeppninni og fór stigalaust inn í milliriðilinn. Eftir átta marka tap í fyrsta leik á móti Þjóðverjum var von um undanúrslitasæti úr sögunni en þá átti liðið sinn besta leik og vann átta marka sigur á Ungverjum. Ísland tapaði síðan með sjö mörkum fyrir Spánverjum í lokaleiknum og varð að sætta sig við 11. sætið.Mynd/AFPÆvintýrið í Austurríki Síðasta Evrópumót sem fram fór í Austurríki var hins vegar mikið ævintýri þótt byrjunarerfiðleikar í riðlinum bentu ekki til þess að liðið væri að fara að spila um verðlaun á mótinu. Íslenska liðið gerði jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Serbíu og Austurríki eftir að vera nánast með unninn leik í þeim báðum. Liðið fór hins vegar með þrjú stig í milliriðilinn eftir glæsilegan fimm marka sigur á Dönum í lokaleik riðilsins. Ísland gerði jafntefli við Króata í fyrsta leiknum í milliriðlinum en tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með því að vinna Rússa og Norðmenn. Íslensku strákarnir áttu ekki mikla möguleika í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum en tryggðu sér bronsið með því að vinna 29-26 sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Nú er komið að því að verja bronsið og það er öllum ljóst að það verður mjög erfitt eftir ævintýrið frá því í Austurríki, ekki síst þar sem fyrirliðinn og hugsuðurinn Ólafur Stefánsson verður fjarri góðu gamni. Hvernig sem gengur mun íslenska þjóðin fylgjast vel með eins og alltaf. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt sjöunda Evrópumót og að þessu sinni liggur leið strákanna til Serbíu. Fyrir tveimur árum náðu strákarnir hápunktinum þegar þeir unnu bronsið í Austurríki. Það virðist ekki vera langt síðan mögnuð skutla Alexanders Petersson reddaði málunum í leiknum um 3. sætið á móti Póllandi og strákarnir okkar fögnuðu bronsinu skömmu síðar með silfur í hárinu. Nú tveimur árum síðar er komið að næsta Evrópumóti og strákarnir okkar eru í fyrsta sinn mættir á stórmót þar sem þeir hafa verðlaun að verja. Ólympíusilfrið vannst vissulega sautján mánuðum fyrr en næstu Ólympíuleikar eru ekki fyrr en í London í sumar. Saga íslenska landsliðsins á EM telur orðið sex mót en Ísland er ein af sjö þjóðum sem hafa verið með á öllum Evrópumótum á nýrri öld. 30. maí 1999 30. maí 1999 er einn af mörgum merkilegum dögum í sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta og örugglega með þeim allra dramatískustu. Þá fór fram lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2000 og eftir níu marka stórtap í fyrri leiknum á móti Sviss leit allt út fyrir að íslenska landsliðið myndi missa af fjórða Evrópumótinu í röð. Evrópumótið hafði farið fram á tveggja ára fresti frá og með árinu 1994 en íslenska landsliðið sat eftir í undankeppninni í hvert skipti. Króatía og Hvíta-Rússland skildu okkur eftir í riðlinum fyrir EM 1994, Rússar og Rúmenar fóru á EM 1996 úr okkar riðli og tveimur árum síðar sat íslenska liðið einnig eftir í undankeppninni en Júgóslavíu og Litháen komust áfram á EM 1998. Þarna voru Svisslendingar mættir í Kaplakrikann og máttu tapa með 8 eða 9 mörkum því það kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir leik. Íslenska liðið skoraði sex síðustu mörk fyrri hálfleiks, var 16-10 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum með níu marka mun eftir að Róbert Julian Duranona skoraði lokamarkið þremur sekúndum fyrir leikslok.Átta eða níu mörk Það var þó engin sigurstund í leikslok, ekki síst eftir að vallarþulurinn tilkynnti að Íslendingar hefðu setið í riðlinum vegna þess að þeir höfðu skorað færri mörk á útivelli. Áhorfendur fóru því súrir heim og strákarnir í liðinu sáu enn eitt Evrópumótið renna sér úr greipum. Þegar fulltrúar HSÍ náðu loksins sambandi við Alþjóðahandknattleikssambandið, kom í ljós að íslenska liðið var komið áfram eftir allt saman þar sem liðið var með betri markatölu úr öllum leikjum riðilsins. Íslenska liðið hafði áður unnið tvo risasigra á Kýpur og það voru þeir sem skiluðu liðinu sæti á EM í Króatíu.Allir löngu farnir heim Áhorfendurnir voru löngu farnir heim en strákarnir fögnuðu sætinu á EM í Króatíu í klefanum. Biðin var löng eftir fyrsta Evrópumótinu en hún var einnig löng eftir fyrsta sigurleiknum á EM. Íslenska liðið tapaði nefnilega fyrstu fimm leikjum sínum og vann ekki leik fyrr en í leik um 11. og næstsíðasta sætið gegn Úkraínumönnum. Tveimur árum síðar var allt annað upp á teningnum þegar íslenska liðið komst alla leið í undanúrslitin en sá á eftir verðlaunum eftir 11 marka tap fyrir Svíum í undanúrslitaleiknum og 7 marka tap fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið. EM Í Slóveníu 2004 voru mikil vonbrigði þar sem íslenska liðið vann ekki leik og komst ekki upp úr sínum riðli. Íslenska landsliðið endaði síðan í 7. sæti á EM í Sviss tveimur árum síðar eftir tap fyrir Króötum og Norðmönnum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið fann sig ekki á Evrópumótinu í Noregi árið 2008. Íslenska liðið lá fyrir Svíum og Frökkum í riðlakeppninni og fór stigalaust inn í milliriðilinn. Eftir átta marka tap í fyrsta leik á móti Þjóðverjum var von um undanúrslitasæti úr sögunni en þá átti liðið sinn besta leik og vann átta marka sigur á Ungverjum. Ísland tapaði síðan með sjö mörkum fyrir Spánverjum í lokaleiknum og varð að sætta sig við 11. sætið.Mynd/AFPÆvintýrið í Austurríki Síðasta Evrópumót sem fram fór í Austurríki var hins vegar mikið ævintýri þótt byrjunarerfiðleikar í riðlinum bentu ekki til þess að liðið væri að fara að spila um verðlaun á mótinu. Íslenska liðið gerði jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Serbíu og Austurríki eftir að vera nánast með unninn leik í þeim báðum. Liðið fór hins vegar með þrjú stig í milliriðilinn eftir glæsilegan fimm marka sigur á Dönum í lokaleik riðilsins. Ísland gerði jafntefli við Króata í fyrsta leiknum í milliriðlinum en tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með því að vinna Rússa og Norðmenn. Íslensku strákarnir áttu ekki mikla möguleika í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum en tryggðu sér bronsið með því að vinna 29-26 sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Nú er komið að því að verja bronsið og það er öllum ljóst að það verður mjög erfitt eftir ævintýrið frá því í Austurríki, ekki síst þar sem fyrirliðinn og hugsuðurinn Ólafur Stefánsson verður fjarri góðu gamni. Hvernig sem gengur mun íslenska þjóðin fylgjast vel með eins og alltaf.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira