Fleiri fréttir

Svíar líka með sitt Snorra-mál

Sænsku landsliðsþjálfararnir hafa verið að glíma við sama vandamál og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Aðalleikstjórnendur beggja þjóða hafa ekki geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir EM í Serbíu þar sem að konur þeirra voru að eignast barn.

Jesper Nielsen vill selja Rhein Neckar Löwen

Eigandi danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn, Jesper "Kasi" Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu.

Snorri Steinn kemur ekki í leikinn gegn Finnum | óvissa með EM

Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður úr danska meistaraliðinu AG í Kaupmannahöfn, kemur ekki til með að leika æfingaleikinn gegn Finnum á föstudagskvöld með íslenska landsliðinu. Óvissa ríkir með þátttöku Snorra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en Snorri og sambýliskona hans eignuðust sitt annað barn um s.l. helgi.

EM í Serbíu í beinni á Youtube

Góðar fréttir fyrir Íslendinga erlendis sem vilja fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Serbíu. Leikir keppninnar verða allir sýndir í beinni útsendingu á YouTube en aðeins í ákveðnum löndum.

Verður afar erfið ákvörðun

Snorri Steinn Guðjónsson á bókað flugfar heim til Íslands í dag en óvíst er hvort hann verði með um borð. Hann þarf að velja á milli þess að vera konu sinni og nýfæddri dóttur innan handar eða missa af stórmóti með íslenska landsliðinu.

Einar um Sijan: Þetta er bara brandari

Serbneski handboltamarkvörðurinn Dane Sijan hélt því fram í viðtali við TV2 í Danmörku um helgina að Ísland hefði reynt að kaupa sig fyrir 2-3 árum.

Lærisveinar Patreks unnu mikilvægan sigur

Landslið Austurríkis er í góðri stöðu í forkeppni HM 2013 eftir sigur á Ísrael á útivelli í kvöld, 40-31. Liðið er því með annan fótinn í undankeppninni sem fer fram í vor.

Snorri Steinn: Ekki víst að ég komi á morgun

Þrátt fyrir þær fregnir sem bárust fyrr í dag þess efnis að Snorri Steinn Guðjónsson væri á leið til landsins á morgun er ekki endilega víst að hann muni nýta flugmiðann sem var bókaður fyrir hann.

Snorri Steinn kemur til landsins á morgun

Það hefur nú verið staðfest að Snorri Steinn Guðjónsson kemur til landsins á morgun og nær því í endasprettinn á undirbúningi handboltalandsliðsins fyrir EM.

Handboltahöllin á ÓL í London má ekki lengur heita Handboltahöllin

Handboltahöllin á Ólympíuleikunum í London í sumar hefur fengið nýtt nafn en hún heitir hér eftir Koparkassinn eða "Copper Box". Forráðamenn breska handboltasambandsins eru allt annað en sáttir með nafnabreytinguna og ætla að berjast fyrir því að gamla nafnið fái að halda sér.

Allir miðar farnir á Finnaleikinn

Það verður full Laugardalshöll á föstudag þegar íslenska þjóðin kveður strákana okkar áður en þeir halda á EM í Serbíu. Strákarnir verða því kvaddir með stæl.

Vukovic: Ísland mun ekki sakna Ólafs mikið

Skyttan Drago Vukovic, einn besti leikmaður króatíska landsliðsins, segir að Ólafur Stefánsson sé frábær leikmaður en að Ísland muni standa sig vel án hans.

Alexander: Ólafur er enn fyrirmyndin mín

Alexander Petersson heldur nú í sitt fyrsta stórmót í handbolta án Ólafs Stefánssonar. Hann verður því aðalskytta liðsins hægra megin þrátt fyrir að glíma við meiðsli í öxl sem hafa hrjáð hann undanfarið ár.

Serbneskur markvörður segir að Ísland hafi reynt að kaupa sig

Það hefur vakið athygli að Katar er að safna í handboltalið og er til í að greiða mönnum háar fjárhæðir ef þeir skipta um ríkisfang. Serbneski markvörðurinn Dane Sijan er á meðal þeirra sem Katar hefur reynt við og hann upplýsir að Ísland hafi einnig reynt að fá hann til liðs við sig fyrir nokkru síðan.

Slóvenar verða nánast á heimavelli gegn Íslandi

Það er óhætt að segja að Slóvenar verði svo gott sem á heimavelli er þeir mæta Íslendingum á EM í Serbíu. Von er á um 2.000 Slóvenum upp til Vrsac þar sem riðill liðanna fer fram. Slóvenar geta eflaust líka treyst á einhvern stuðning frá heimamönnum.

Knudsen er meiddur en verður samt með Dönum á EM

Danska landsliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar í ljós koma að línumaðurinn Michael V. Knudsen geti ekki spilað með liðinu á EM í Serbíu vegna meiðsla. Knudsen vill hjálpa liðinu þrátt fyrir meiðslin og bað um að fá að fara út með EM-hópnum.

Ókeypis miðar í boði á landsleik Íslands og Finnlands

Íslenska handboltalandsliðið mun spila sinn síðasta æfingaleik fyrir EM í Serbíu á föstudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Finnum í Laugardalshöllinni. Arion banki ætlar að bjóða landsmönnum á leikinn og verður miðum dreift í öllum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli kl. 15 og 16.

Guðmundur: Liðið er á réttri leið

Íslenska karlalandsliðið stóð sig vel á æfingamóti í Danmörku um helgina. Liðið lagði Slóvena, gerði jafntefli við Pólverja og tapaði svo gegn Dönum í úrslitaleik í gær þar sem lykilmenn fengu að hvíla.

Tap fyrir Dönum í úrslitaleiknum

Rúmlega 6.000 áhorfendur mættu á leik Danmerkur og Íslands á æfingamóti í Danmörku í dag. Þetta var úrslitaleikur mótsins og höfðu Danir betur, 31-27.

Sigur á Slóvenum | Aftur stórleikur hjá Guðjóni Val

Ísland vann góðan sigur á Slóveníu, 29-26, þegar liðin mættust á æfingamóti í Danmörku. Staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Þetta var annar leikur Íslands á mótinu en strákarnir gerðu jafntefli við Pólland í gær. Lokaleikur strákanna er gegn Dönum á morgun.

Hef fengið aukið sjálfstraust með Nøtterøy

Hreiðar Levý Guðmundsson hefur fundið sig vel á æfingum íslenska landsliðsins síðan það hóf undirbúninginn sinn fyrir EM í Serbíu. Mótið hefst eftir rúma viku en Hreiðar er í góðu formi eftir að hafa spilað mikið með liði sínu í Noregi.

Gæti reynst okkur vel

Ísland mætir í dag Slóveníu á æfingamótinu í Danmörku en þessi lið eru reyndar einnig saman í riðli á EM í Serbíu sem hefst eftir rúma viku.

9 dagar í EM í Serbíu

Snobbi, eins og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson hafa stundum kallað sig eru báðir að fara taka þátt í sínu tíunda stórmóti á EM í Serbíu.

Sem betur fer vöknuðu menn í hálfleik

Íslenska karlalandsliðið komst yfir brösuga byrjun og slakan fyrri hálfleik og náði að tryggja sér 31-31 jafntefli á móti Pólverjum í fyrsta undirbúningsleiknum sínum fyrir EM í Serbíu. Þetta var fyrsti leikur landsliðsins á fjögurra þjóða æfingamóti, Total Kredit Cup, sem fram fer í Danmörku um helgina.

Strákarnir hans Patreks byrja vel í undankeppni HM

Austurríska landsliðið vann öruggan fimmtán marka sigur á Bretlandi, 37-22, í fyrsta leiknum í sínum riðli í undankeppni HM í handbolta 2013 en þetta var fyrsti mótsleikur Austurríkis undir stjórn Patreks Jóhannessonar. Austurríki er í riðli með Bretlandi og Ísrael og vinnur efsta liðið sér sæti í umspili um sæti á HM 2013 sem fram fer á Spáni.

Danir og Slóvenar gerðu líka jafntefli - öll liðin jöfn

Danmörk og Slóvenía gerðu 29-29 jafntefli í seinni leik dagsins á fjögurra þjóða æfingamóti, Total Kredit Cup, sem fram fer í Danmörku um helgina. Ísland og Pólland gerðu 31-31 jafntefli fyrr í dag og eru því öll fjögur liðin með eitt stig eftir fyrstu umferðina.

Kári tryggði jafntefli á móti Pólverjum | Guðjón Valur með 13 mörk

Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 31-31 jafntefli á móti Póllandi í kvöld í fyrsta undirbúningsleiknum sínum fyrir EM í Serbíu. Þetta var jafnframt fyrsti leikur landsliðsins á fjögurra þjóða æfingamóti, Total Kredit Cup, sem fram fer í Danmörku um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk fyrir íslenska liðið.

Arnór: Ég hef engar áhyggjur af þessu

Líkamlegt ástand leikmanna handboltalandsliðsins er nokkuð gott og nánast enginn að glíma við meiðsli sem þarf að hafa áhyggjur af.Helsta áhyggjuefnið er Arnór Atlason sem hefur verið að glíma við brjósklos í talsverðan tíma og er alls ekki nógu góður í bakinu. Alexander Petersson og Ingimundur Ingimundarson eru einnig að glíma við meiðsli.

10 dagar í EM í Serbíu

Ísland hefur einu sinni náð að verða efst af Norðurlandaþjóðunum í úrslitakeppni Evrópumótsins en það var þegar Strákarnir okkar náðu bronsinu á EM í Austurríki 2010.

Hjartaaðgerð Sterbik gekk vel

Arpad Sterbik, markvörður Atletico Madrid og spænska landsliðsins í handbolta, gekkst á þriðjudaginn undir hjartaaðgerð sem er sögð hafa heppnast vel.

Áfall fyrir Dani | Knudsen meiddist á æfingu

Meiðsli á læri eru að fara illa með handboltaliðin í Skandinavíu í dag því danski línumaðurinn Michael Knudsen meiddist á læri á æfingu danska landsliðsins í dag.

Enginn Kjelling á EM

Norska handknattleikssambandið hefur staðfest á vef sínum að stórskyttan Kristian Kjelling muni ekki spila með norska landsliðinu á EM.

Norðmenn óttast að Kjelling missi af EM

Svo gæti farið að Norðmenn verði án sinnar stærstu stjörnu á EM í Serbíu en stórskyttan Kristian Kjelling meiddist í vináttuleik gegn Egyptum í gær.

Komu Arnórs í heiminn flýtt svo Atli kæmist á ÓL

Sú staða sem Snorri Steinn Guðjónsson er í þessa dagana er ekki ný hjá íslenska handboltalandsliðinu. Snorri getur ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að konan hans fæði þeim barn.

Enn margir óvissuþættir

Átján leikmenn eiga enn möguleika á að komast í landsliðshóp Íslands fyrir EM í Serbíu en landsliðið heldur utan í dag til Danmerkur þar sem strákarnir munu spila á æfingamóti. Nokkrir lykilmenn landsliðsins eru þó að glíma við meiðsli.

Sjá næstu 50 fréttir