Handbolti

Guðjón Valur búinn að spila í yfir 30 klukkutíma á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Valli
Guðjón Valur Sigurðsson er að setja met í Serbíu með því að taka þátt í sínu sjöunda Evrópumóti, en hann og Ólafur Stefánsson eru þeir einu sem hafa verið með á sex fyrstu Evrópukeppnum íslenska landsliðsins.

Guðjón Valur var á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland steig sín fyrstu spor á EM árið 2000 og var ekki í hóp í fyrstu tveimur leikjunum. Hann kom síðan inn í hópinn í þriðja leikinn sem var á móti Rússum. Frá þeim tíma hefur Guðjón Valur ekki misst úr leik á stórmóti og þar með leikið síðustu 35 leiki íslenska liðsins á Evrópumóti.

Guðjón Valur hefur ekki fengið mikla hvíld á flestum þessara Evrópumóta. Guðjón Valur fékk 6 mínútna og 19 sekúndna hvíld á EM 2008, hvíldi í 11 mínútur og 17 sekúndur á EM 2006 og fékk síðan enga hvíld á EM í Slóveníu 2004.

Guðjón Valur hefur alls spilað í 30 klukkutíma og 13 mínútur á EM en Guðmundur Guðmundsson leyfði Guðjóni að hvíla sig í rúmar 49 mínútur á EM í Austurríki fyrir tveimur árum sem þykir mikil hvíld á þeim bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×