Handbolti

Ingimundur: Ég verð klár í slaginn

Mynd/Pjetur
„Ég má ekki sprikla fyrr en á sunnudaginn segja læknar. Ég held að þetta verði allt í góðu," sagði Ingimundur Ingimundarson sem lék ekki með Íslandi gegn Finnlandi í kvöld vegna meiðsla.

Ingimundur hefur verið í meðhöndlun alla vikuna og ekkert æft síðan fyrir síðustu helgi. „Það er slæmt að missa af lokadögunum þegar það er verið að fínpússa ýmis atriði en fyrir vikið þá horfi ég meira á videóin og kem betur undirbúinn fyrir hvern leik," sagði Ingimundur

„Það er lærvöðvafesta við mjaðmabeinið sem hefur trosnað, ég fór í sprautu í vikunni og því þurfti ég að hvíla alveg. Þetta kemur allt í ljós en ég held að þetta verði í góðu," sagði bjartsýnn Ingimundur að lokum.

Umfjöllun og viðtöl sem voru tekin eftir sigurinn á Finnum í kvöld má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Finnland 43-25

Ísland vann sannkallaðan stórsigur á Finnum 43-25 í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var lokaleikur liðsins fyrir EM í Serbíu sem hefst á sunnudaginn. Staðan í hálfleik var 21-16, Íslandi í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×