Handbolti

Stuðningsmenn og fjölmiðlafólk á ferð og flugi

Henry Birgir Gunnarsson í Serbíu skrifar
Stuðningsmenn Íslands verða væntanlega ekki jafn fjölmennir í Serbíu og þeir voru á HM í Svíþjóð í fyrra.
Stuðningsmenn Íslands verða væntanlega ekki jafn fjölmennir í Serbíu og þeir voru á HM í Svíþjóð í fyrra. Mynd/Valli
Mótshaldarar EM í Serbíu eru ekki að uppfylla allar kröfur sem EHF setur þeim. Til að mynda geta hvorki stuðningsmenn né fjölmiðlamenn gist í Vrsac þar sem riðill Íslands fer fram.

Ástæðan er sú að aðeins tvö hótel eru í þessum lítt spennandi smábæ og liðin og starfsfólk EHF er með þau út af fyrir sig.

Fjölmiðlafólk og stuðningsmenn þurfa því að gista í Belgrad og keyra í einn og hálfan tíma til þess að komast á leikstað. Lítil hamingja er með það fyrirkomulag og spurning hvaða áhrif þetta mun hafa á mætinguna.

Leikir riðilsins munu fara fram í Millenium-höllinni sem er stórglæsileg og rúmar 4.000 manns í sæti.

Þetta er körfuboltahöll en mikil hefð er fyrir körfubolta í Vrsac. Fæstir hafa þó mikinn áhuga á handknattleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×