Handbolti

Arnór saknar Ásgeirs

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Arnór Atlason og Kári Kristjánsson grínast á hótelinu í gær.
Arnór Atlason og Kári Kristjánsson grínast á hótelinu í gær. Mynd/Vilhelm
Strákarnir okkar eru vanir því að vera tveir saman á herbergi á stórmótum en á hótelinu sem þeir gista á núna var aðeins boðið upp á eins manns herbergi.

Lítil hamingja er með þetta fyrirkomulag hjá strákunum sem sakna félagsskaparins.

„Við Ásgeir söknum hvor annars," segir Arnór Atlason sem hefur deilt herbergi með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni til margra ára.

„Það er hálftómlegt á herbergjunum. Ásgeir bankaði ekki hjá mér í nótt en það á örugglega eftir að gerast," segir Arnór léttur en nettengingin á hóteli strákanna er þess utan ekki upp á marga fiska og hjálpar því ekki strákunum við að drepa tímann.?

Ísland er á hóteli með Slóveníu og Noregi en Króatar gista á mun betra hóteli ásamt dómurum og starfsmönnum handknattleikssambands Evrópu, EHF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×