Handbolti

Aron um leikinn í kvöld: Vonandi gengur þetta eins og smurð vél

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Pjetur
Íslenska karlalandsliðið mætir Finnum í Laugardalshöllinni klukkan 19.45 í kvöld fyrir fram troðfulla höll en Arion Banki gaf ókeypis miða á leikinn í vikunni. Þetta er síðasti undirbúningsleikur Strákanna okkar fyrir EM í Serbíu sem byrjar hjá íslenska liðinu á mánudaginn.

„Síðustu leikirnir fyrir stórmót eru alltaf skemmtilegir leikir. Þegar við fáum fulla höll þá skiptir ekki máli hver andstæðingurinn er," sagði Aron Pálmarsson en hann skoraði 27 mörk í 4 leikjum í Höllinni á síðasta ári eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Íslenska liðið vann alla leikina fjóra með fjórum mörkum eða meira.

„Við vitum lítið um andstæðinginn núna, höfum ekkert kíkt á myndbönd af þeim og þekkjum ekki marga leikmenn þarna. Þetta er líka mest til að fínpússa okkar leik því við erum að leggja lokahönd á verkið og vonandi gengur þetta eins og smurð vél í kvöld," sagði Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×