Handbolti

Viðtal við Aron truflað af sjúkrabíl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson var í miðju viðtali við Henry Birgi Gunnarsson, fréttamann Vísis í Serbíu, þegar þeir voru truflaðir af sírenuvæli í sjúkrabíl í grenndinni.

Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik sínum á EM í kvöld og er spennan mikil í leikmannahópnum.

„Ég held að það sé fínt að byrja á Króötum. Fyrir fram eru þeir með sterkasta liðið í riðlinum og það þýðir bara að við þurfum að vera tilbúnir strax frá fyrstu mínútu," sagði Aron en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann segist vera tilbúinn að taka á sig stærra hlutverk í liðinu. „Með brotthvarfi Snorra Steins og Óla þurfa aðrir leikmenn að stíga upp og er ég einn af þeim. Ég ætla mér að nýta þetta tækifæri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×