Handbolti

Tékkar sigruðu opnunarleikinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jicha og Nocar fagna mikilvægu marki.
Jicha og Nocar fagna mikilvægu marki. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Tékkland sigraði Þýskaland 27-24 í opnunarleik Evrópumeistaramótisins í handbolta í Serbíu í dag. Tékkar voru yfir frá fyrstu mínútu og yfirspiluðu Þjóðverja á löngum köflum. Tékkar voru 14-9 yfir í hálfleik.

Þýskaland náði að klóra í bakkann í seinni hálfleik og minnkaði muninn í eitt mark, 20-19, þegar enn voru sextán mínútur eftir af leiknum. Tékkar voru þó sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum verðskuldaðan sigur í B-riðli.

Einn besti handknattleiksmaður heims Filip Jicha fór fyrir Tékkum með sjö mörk og Jan Filip skoraði fjögur. Hjá Þýskalandi var Las Kaufmann markahæstur með fimm mörk og Michael Haaß skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×