Handbolti

Danmörk lagði Slóvakíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hans Lindberg var atkvæðamikill hjá Danmörku að venju
Hans Lindberg var atkvæðamikill hjá Danmörku að venju MYND:NORDIC PHOTOS/AFP
Danir sigruðu baráttuglaða Slóvaka 30-25 í kvöld í fyrsta leik þjóðanna í A-riðli á EM í Serbíu. Danir náðu frumkvæðinu um miðbik fyrri hálfleiks og héldu því út leikinn þó Slóvakía hafi aldrei verið langt undan.

Slóvakar voru tveimur mörkum yfir 4-6 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þó Danir hafi farið illa með fjölmörg dauðafæri voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik 15-12.

Danir náðu með fimm marka forskoti í seinni hálfleik og voru 21-16 yfir þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Slóvakar létu ekki brjóta sig niður og náðu að minnka muninn í tvö mörk 24-22 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Nær komust Slóvakar ekki og Danir fögnuðu góðum sigri að lokum.

Hans Lindberg skoraði flest mörk Danmerkur eða 7. Anders Eggert kom næstur með 6 mörk og þeir Thomas Mogensen og Mikkel Hansen skoruðu 4 mörk hvor.

Daniel Valo var markahæstur hjá Slóvakíu með 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×