Handbolti

Jafnt hjá Svíþjóð og Makedóníu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Svíinn Magnus Jernemyr nær ekki að stöðva Stojanche Stoilov
Svíinn Magnus Jernemyr nær ekki að stöðva Stojanche Stoilov MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Svíþjóð varð að sætta sig við jafntefli 26-26 gegn Makedóníu í kvöld í fyrsta leik liðanna á EM í Serbíu. Leikurinn var æsispennandi og hefðu bæði getað landað sigrinum í lokin.

Makedónía var yfir nánast allan fyrri hálfleikinn en Svíar náðu góðum endasprett og voru einu marki yfir í hálfleik  14-13.

Makedónía náði aftur frumkvæðinu í byrjun seinni hálfleiks og var fjórum mörkum yfir 19-15 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoruðu Svíar tíu mörk gegn þremur og náði þriggja marka forystu 25-22 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Makedónía skoraði þá fjögur mörk í röð og ekkert gekk í sóknarleik Svíþjóðar. Svíþjóð jafnaði metin þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 26-26, og tókst hvorugu liðinu að bæta við mörkum.

Niclas Ekberg skoraði 6 mörk fyrir Svíþjóð, Kim Andersson 5 og Henrik Lundström og Dalibor Doder fjögur mörk hvor.

Stevche Alushovski og Kiril Lazarov voru atkvæðamestir Makedóníu með 7  mörk hvor. Naumche Mojsovski skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×