Handbolti

Gríðarleg öryggisgæsla í Vrsac

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Hluti þeirra lögreglumanna sem sjá um öryggisgæslu inn í Millenium-höllinni. Skotheld vesti, gasgrímur og byssur. Hér er ekkert  verið að leika sér.
Hluti þeirra lögreglumanna sem sjá um öryggisgæslu inn í Millenium-höllinni. Skotheld vesti, gasgrímur og byssur. Hér er ekkert verið að leika sér. mynd/vilhelm
Það er farið að styttast í fyrsta leik D-riðils á EM. Mikil stemning er fyrir utan Millenium-höllina í Vrsac þar sem Slóvenar fara mikinn og syngja fyrir allan seðilinn.

Þeir eru að koma með vaska sveit stuðningsmanna sem mun telja í það minnsta 2.000 manns. Norðmenn eru svo alltaf duglegir að mæta á stórmót í handbolta.

Gríðarleg öryggisgæsla er í Vrsac út af leikjum dagsins og út um allan bæ má sjá hópa af lögreglumönnum, gráa fyrir járnum.

Hjálmur, skjöldur, byssa, skothelt vesti og táragas er staðalbúnaður lögreglumannanna sem hafa sérstaklega mikinn viðbúnað út af króatíska liðinu sem spilar við Ísland á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×