Handbolti

Ísland á þriggja stjörnu hóteli en Króatar á lúxushóteli

Henry Birgir Gunnarsson í Serbíu skrifar
Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Guðmundsson fyrir utan hótel íslenska liðsins.
Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Guðmundsson fyrir utan hótel íslenska liðsins. Mynd/Vilhelm
Þrjú af fjórum liðum D-riðils gista á sama hóteli í Vrsac. Króatar búa aftur á móti á mun betra hóteli en hin liðin. Króatíska liðið gistir á sama hóteli og dómarar riðilsins og starfsfólk EHF. Afar áhugavert skipulag.

Það er eitt tveggja hótela í smábænum Vrsac og á allan hátt betra en hitt hótelið sem er þriggja stjörnu.

Mótshaldarar hafa meðal annars gefið þá afsökun að króatíska liðið þurfi meiri og betri vernd en hin liðin.

Hvort lúxuslífið á hótelinu og nándin við dómarana muni hjálpa Króötunum mun koma í ljós í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×