Handbolti

Björgvin Páll má bara koma inn á herbergið hans Guðmundar

Henry Birgir Gunnarsson í skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Valli
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, kom til móts við landsliðið um miðnæturleytið í gær en ákveðið var að hóa í hann þar sem Björgvin Páll Gústavsson er veikur.

„Auðvitað vonum við að Björgvin hristi þetta af sér en við vildum ekki taka neina áhættu og þess vegna hringdum við í Aron. Hann verður því til taks ef Björgvin hressist ekki," segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.

Björgvin er í hálfgerðri einangrun á hóteli íslenska liðsins í Vrsac og má ekki umgangast félaga sína.

„Hann má koma inn á herbergið til mín en aðrir mega ekki tala við hann," sagði Guðmundur léttur. „Þeir verða að fara á Skype til þess að tala við hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×