Handbolti

Björgvin Páll spilar í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
Björgvin Páll Gústavsson spilar með íslenska landsliðinu gegn Króatíu í kvöld en hann hefur legið veikur í rúminu síðan liðið kom út til Serbíu á laugardagskvöldið.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, staðfesti þetta við fréttastofu í morgun. Björgvin Páll var þá hjá lækni landsliðsins sem gaf grænt ljós á að Björgvin fengi að spila.

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, kom til Serbíu seint í gær vegna veikindanna en verður ekki með í leikmannahópi Íslands í kvöld. Hann verður þó áfram til taks ef veikindin taka sig upp.

Þetta eru góð tíðindi fyrir íslenska liðið enda átti landsliðið einn lélagasta leik sinn í áraraðir síðast þegar Björgvin Páll missti af landsleik. Það var gegn Þýskalandi í undankeppni EM nú fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×