Handbolti

Fimmtán manna hópurinn klár | Rúnar og Oddur upp í stúku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir spila í bláu á morgun.
Strákarnir spila í bláu á morgun. Mynd/Valli
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í kvöld 15 manna hópinn sinn á EM. Þeir Rúnar Kárason og Oddur Gretarsson verða utan hóps til að byrja með sem og markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem kemur til móts við hópinn í nótt.

Björgvin Páll Gústavsson markvörður var tilkynntur í hópinn þó svo hann sé veikur. Guðmundur hefur til 11 í fyrramálið til að bæta við manni og Aron gætu komið inn sem sextándi maður ef Björgvin er enn mjög veikur á morgun.

Ísland mun spila í bláum búningum gegn Króatíu á morgun en verður í rauðu búningunum gegn Noregi og Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×