Fleiri fréttir Redknapp er enn bjartsýnn þrátt fyrir mótlætið Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný. Erkifjendur Tottenham, lið Arsenal, þokaði sér upp í þriðja sætið í gær með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton á meðan Tottenham rétt marði jafntefli gegn Stoke á heimavelli, 1-1. 22.3.2012 11:15 Læknir Bolton: Hjarta Fabrice Muamba sló ekki í 78 mínútur Jonathan Tobin, læknir Bolton, hefur nú greint frá því að hjarta Fabrice Muamba hafi ekki slegið af sjálfsdáðum í 78 mínútur eftir að Muamba hneig niður rétt fyrir hálfleik í bikarleik Tottenham og Bolton á laugardaginn. 21.3.2012 23:30 Dalglish: Erfitt að útskýra þetta tap Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var á því að lukkan hefði gengið í lið með QPR í kvöld er liðið skellti Liverpool á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa lent 0-2 undir skoraði QPR þrjú mörk á 13 mínútum og vann leikinn. 21.3.2012 22:34 Di Matteo: Vítaspyrnan var harður dómur Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, varð loksins að sætta sig við tap í kvöld er Chelsea sótti Man. City heim. 21.3.2012 22:26 Mancini: Tevez kann að spila fótbolta Maðurinn sem sagði að Carlos Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir Man. City, stjórinn Roberto Mancini, gladdist með Argentínumanninum í kvöld en hann lagði upp sigurmark City gegn Chelsea. 21.3.2012 22:20 Arsenal komið í þriðja sætið Arsenal komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með góðum útisigri á Everton. 21.3.2012 15:44 Jafntefli hjá Aroni og félögum Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í kvöld er það tók á móti hans gamla félagi, Coventry City. 21.3.2012 21:44 Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 21.3.2012 18:45 Muamba þegar hann vaknaði úr dáinu: Töpuðum við? Það hefur leikið út hvað Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sagði skömmu eftir að hann vaknaði úr dáinu. Muamba fékk hjartastopp í bikarleik Tottenham og Bolton um síðustu helgi og lengi var óttast um líf hans. Snögg viðbrögð sjúkraliða og læknis sem var staddur á White Hart Lane, björguðu lífi hans. 21.3.2012 17:15 Ótrúlegur klaufagangur hjá Liverpool Liverpool kastaði frá sér unnum leik er það sótti QPR heim í kvöld. Eftir að hafa náð tveggja marka forskoti kom QPR til baka og kláraði leikinn með þrem mörkum á þrettán mínútum. 21.3.2012 15:46 Spurs stal stigi gegn Stoke Tottenham marði stig gegn Stoke City í kvöld með marki í uppbótartíma. Niðurstaðan engu að síður vonbrigði fyrir Spurs sem er heldur betur að fatast flugið. 21.3.2012 15:42 Tevez lagði upp sigurmark Man. City gegn Chelsea Það var mikil dramatík í Manchester í kvöld þegar Carlos Tevez snéri aftur og Chelsea kom í heimsókn. Tevez kom, sá og sigraði. 21.3.2012 15:40 Hundrað prósent árangur undir hjá bæði City og Chelsea í kvöld Manchester City og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni í stórleik kvöldsins og bíða margir spenntir eftir því hvernig City-menn bregðast við því að vera orðnir fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester United. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport 2 og Stöð2 Sport HD og hefst klukkan 19.45. 21.3.2012 15:30 Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar. 21.3.2012 14:00 Hvað erum að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það eru fimm leikir á dagskrá í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og toppbaráttan á Englandi og Spáni er þar í aðalhlutverki. Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara fram og þar eru flest af toppliðum deildarinnar að spila. Leikjum kvöldsins verður gerð góð skil í Sunnudagsmessunni sem er á dagskrá kl. 21:45 í kvöld. 21.3.2012 12:30 Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist. 21.3.2012 11:45 Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný. 21.3.2012 09:45 Tevez verður líklega í hópnum hjá City Það fer fjöldi stórleikja fram í enska boltanum í kvöld en stærsti leikurinn er viðureign Man. City og Chelsea. Chelsea hefur verið á fínu flugi síðan Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri félagsins og Roberto Di Matteo tók við stjórnartaumunum. Að sama skapi hefur Man. City verið að gefa eftir og liðið hefur sérstaklega verið í vandræðum með að skora upp á síðkastið. 21.3.2012 07:00 Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir í beinni á sama stað Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 21.3.2012 19:45 Jói Kalli í sigurliði hjá Huddersfield Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr í liði Huddersfield í kvöld en Huddersfield vann þá góðan útisigur á Chesterfield, 0-2. 20.3.2012 21:37 Mikilvægur sigur hjá Blackburn Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0. 20.3.2012 15:59 Terry verður ekki með gegn Man. City John Terry, fyrirliði Chelsea, verður fjarri góðu gamni þegar hans lið mætir Man. City í enska boltanum annað kvöld. 20.3.2012 18:00 Mancini er sannfærður um að Man City verði meistari Það ríkir mikil spenna fyrir leikina i ensku úrvalsdeildinni sem fram fara annað kvöld. Manchester City, Tottenham, Chelsea og Liverpool verða öll í eldlínunni. Manchester United er með fjögurra stiga forskot á Man City í efsta sæti deildarinnar að loknum 29 leikjum en nágrannaliðið á leik til góða í kvöld þar sem Man City tekur á móti Chelsea. 20.3.2012 16:30 Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári. 20.3.2012 14:15 Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný. 20.3.2012 09:45 Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall. 19.3.2012 22:30 Suarez vill skrifa undir nýja samning Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool. 19.3.2012 17:15 Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum. 19.3.2012 16:30 Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn. 19.3.2012 15:45 Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön. 19.3.2012 13:30 Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. 19.3.2012 12:00 Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi. 19.3.2012 11:15 Klinsmann neitar því að vera á leið til Tottenham Jürgen Klinsmann, fyrrum framherji þýska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann hafi ekki hug á því að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham. 19.3.2012 10:45 Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London. 19.3.2012 10:15 Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum. Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham. 19.3.2012 08:00 Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins. 18.3.2012 23:30 Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar. 18.3.2012 20:30 Torres: Það hafa allir hér hjá Chelsea haft trú á mér Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fór á kostum í dag gegn Leicester í enska bikarnum. Spánverjinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. 18.3.2012 19:45 Dregið í undanúrslit enska bikarsins | Liverpool gæti mætt Everton Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum. Báðir leikirnir fara fram á Wmebley. 18.3.2012 18:16 Liverpool komið í undanúrslit eftir sigur gegn Stoke Liverpool komst áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í dag þegar liðið var bar sigur úr býtum gegn Stoke, 2-1, á Anfield. 18.3.2012 15:00 Chelsea komið í undanúrslit enska bikarsins | Torres gerði tvö mörk Chelsea flaug sannfærandi áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar þegar þeir unnu Leicester, 5-2, í 8-liða úrslitum keppninnar. Fernando Torres gerði tvö mörk í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk sem verður að teljast frétt dagsins í knattspyrnuheiminum. 18.3.2012 13:45 Mancini heldur starfinu þó svo að liðið hafni í öðru sæti Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur fengið þau skilaboð frá forráðarmönnum City að starf hans sé ekki í hættu þó svo að liðið nái ekki að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. 18.3.2012 13:30 Rooney: Alltaf mikilvægast að skora fyrsta markið á útivelli Wayne Rooney var glaður eftir sigurinn, 5-0, gegn Wolves í ensku úrvaldsdeildinni í dag en liðið féll illa úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og því var það mikilvægt að koma sterkir til baka að mati leikmannsins. 18.3.2012 22:00 Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar. 18.3.2012 17:30 Lescott: Getur reynst dýrmætt að fá Tevez aftur í liðið Joleon Lescott, leikmaður Manchester City, vill meina að endurkoma Carlos Tevez inn í liðið jafngildi að kaupa heimsklassaleikmann á þessum tímapunkti. 18.3.2012 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Redknapp er enn bjartsýnn þrátt fyrir mótlætið Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný. Erkifjendur Tottenham, lið Arsenal, þokaði sér upp í þriðja sætið í gær með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton á meðan Tottenham rétt marði jafntefli gegn Stoke á heimavelli, 1-1. 22.3.2012 11:15
Læknir Bolton: Hjarta Fabrice Muamba sló ekki í 78 mínútur Jonathan Tobin, læknir Bolton, hefur nú greint frá því að hjarta Fabrice Muamba hafi ekki slegið af sjálfsdáðum í 78 mínútur eftir að Muamba hneig niður rétt fyrir hálfleik í bikarleik Tottenham og Bolton á laugardaginn. 21.3.2012 23:30
Dalglish: Erfitt að útskýra þetta tap Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var á því að lukkan hefði gengið í lið með QPR í kvöld er liðið skellti Liverpool á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa lent 0-2 undir skoraði QPR þrjú mörk á 13 mínútum og vann leikinn. 21.3.2012 22:34
Di Matteo: Vítaspyrnan var harður dómur Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, varð loksins að sætta sig við tap í kvöld er Chelsea sótti Man. City heim. 21.3.2012 22:26
Mancini: Tevez kann að spila fótbolta Maðurinn sem sagði að Carlos Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir Man. City, stjórinn Roberto Mancini, gladdist með Argentínumanninum í kvöld en hann lagði upp sigurmark City gegn Chelsea. 21.3.2012 22:20
Arsenal komið í þriðja sætið Arsenal komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með góðum útisigri á Everton. 21.3.2012 15:44
Jafntefli hjá Aroni og félögum Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í kvöld er það tók á móti hans gamla félagi, Coventry City. 21.3.2012 21:44
Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 21.3.2012 18:45
Muamba þegar hann vaknaði úr dáinu: Töpuðum við? Það hefur leikið út hvað Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sagði skömmu eftir að hann vaknaði úr dáinu. Muamba fékk hjartastopp í bikarleik Tottenham og Bolton um síðustu helgi og lengi var óttast um líf hans. Snögg viðbrögð sjúkraliða og læknis sem var staddur á White Hart Lane, björguðu lífi hans. 21.3.2012 17:15
Ótrúlegur klaufagangur hjá Liverpool Liverpool kastaði frá sér unnum leik er það sótti QPR heim í kvöld. Eftir að hafa náð tveggja marka forskoti kom QPR til baka og kláraði leikinn með þrem mörkum á þrettán mínútum. 21.3.2012 15:46
Spurs stal stigi gegn Stoke Tottenham marði stig gegn Stoke City í kvöld með marki í uppbótartíma. Niðurstaðan engu að síður vonbrigði fyrir Spurs sem er heldur betur að fatast flugið. 21.3.2012 15:42
Tevez lagði upp sigurmark Man. City gegn Chelsea Það var mikil dramatík í Manchester í kvöld þegar Carlos Tevez snéri aftur og Chelsea kom í heimsókn. Tevez kom, sá og sigraði. 21.3.2012 15:40
Hundrað prósent árangur undir hjá bæði City og Chelsea í kvöld Manchester City og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni í stórleik kvöldsins og bíða margir spenntir eftir því hvernig City-menn bregðast við því að vera orðnir fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester United. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport 2 og Stöð2 Sport HD og hefst klukkan 19.45. 21.3.2012 15:30
Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar. 21.3.2012 14:00
Hvað erum að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það eru fimm leikir á dagskrá í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og toppbaráttan á Englandi og Spáni er þar í aðalhlutverki. Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara fram og þar eru flest af toppliðum deildarinnar að spila. Leikjum kvöldsins verður gerð góð skil í Sunnudagsmessunni sem er á dagskrá kl. 21:45 í kvöld. 21.3.2012 12:30
Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist. 21.3.2012 11:45
Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný. 21.3.2012 09:45
Tevez verður líklega í hópnum hjá City Það fer fjöldi stórleikja fram í enska boltanum í kvöld en stærsti leikurinn er viðureign Man. City og Chelsea. Chelsea hefur verið á fínu flugi síðan Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri félagsins og Roberto Di Matteo tók við stjórnartaumunum. Að sama skapi hefur Man. City verið að gefa eftir og liðið hefur sérstaklega verið í vandræðum með að skora upp á síðkastið. 21.3.2012 07:00
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir í beinni á sama stað Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 21.3.2012 19:45
Jói Kalli í sigurliði hjá Huddersfield Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr í liði Huddersfield í kvöld en Huddersfield vann þá góðan útisigur á Chesterfield, 0-2. 20.3.2012 21:37
Mikilvægur sigur hjá Blackburn Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0. 20.3.2012 15:59
Terry verður ekki með gegn Man. City John Terry, fyrirliði Chelsea, verður fjarri góðu gamni þegar hans lið mætir Man. City í enska boltanum annað kvöld. 20.3.2012 18:00
Mancini er sannfærður um að Man City verði meistari Það ríkir mikil spenna fyrir leikina i ensku úrvalsdeildinni sem fram fara annað kvöld. Manchester City, Tottenham, Chelsea og Liverpool verða öll í eldlínunni. Manchester United er með fjögurra stiga forskot á Man City í efsta sæti deildarinnar að loknum 29 leikjum en nágrannaliðið á leik til góða í kvöld þar sem Man City tekur á móti Chelsea. 20.3.2012 16:30
Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári. 20.3.2012 14:15
Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný. 20.3.2012 09:45
Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall. 19.3.2012 22:30
Suarez vill skrifa undir nýja samning Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool. 19.3.2012 17:15
Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum. 19.3.2012 16:30
Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn. 19.3.2012 15:45
Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön. 19.3.2012 13:30
Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. 19.3.2012 12:00
Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi. 19.3.2012 11:15
Klinsmann neitar því að vera á leið til Tottenham Jürgen Klinsmann, fyrrum framherji þýska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann hafi ekki hug á því að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham. 19.3.2012 10:45
Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London. 19.3.2012 10:15
Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum. Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham. 19.3.2012 08:00
Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins. 18.3.2012 23:30
Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar. 18.3.2012 20:30
Torres: Það hafa allir hér hjá Chelsea haft trú á mér Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fór á kostum í dag gegn Leicester í enska bikarnum. Spánverjinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. 18.3.2012 19:45
Dregið í undanúrslit enska bikarsins | Liverpool gæti mætt Everton Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum. Báðir leikirnir fara fram á Wmebley. 18.3.2012 18:16
Liverpool komið í undanúrslit eftir sigur gegn Stoke Liverpool komst áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í dag þegar liðið var bar sigur úr býtum gegn Stoke, 2-1, á Anfield. 18.3.2012 15:00
Chelsea komið í undanúrslit enska bikarsins | Torres gerði tvö mörk Chelsea flaug sannfærandi áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar þegar þeir unnu Leicester, 5-2, í 8-liða úrslitum keppninnar. Fernando Torres gerði tvö mörk í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk sem verður að teljast frétt dagsins í knattspyrnuheiminum. 18.3.2012 13:45
Mancini heldur starfinu þó svo að liðið hafni í öðru sæti Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur fengið þau skilaboð frá forráðarmönnum City að starf hans sé ekki í hættu þó svo að liðið nái ekki að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. 18.3.2012 13:30
Rooney: Alltaf mikilvægast að skora fyrsta markið á útivelli Wayne Rooney var glaður eftir sigurinn, 5-0, gegn Wolves í ensku úrvaldsdeildinni í dag en liðið féll illa úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og því var það mikilvægt að koma sterkir til baka að mati leikmannsins. 18.3.2012 22:00
Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar. 18.3.2012 17:30
Lescott: Getur reynst dýrmætt að fá Tevez aftur í liðið Joleon Lescott, leikmaður Manchester City, vill meina að endurkoma Carlos Tevez inn í liðið jafngildi að kaupa heimsklassaleikmann á þessum tímapunkti. 18.3.2012 16:30