Enski boltinn

Di Matteo: Vítaspyrnan var harður dómur

Mancini og Di Matteo á hliðarlínunni í kvöld.
Mancini og Di Matteo á hliðarlínunni í kvöld.
Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, varð loksins að sætta sig við tap í kvöld er Chelsea sótti Man. City heim.

"Mér fannst við berjast vel og eiga skilið að minnsta kosti annað stigið. Vítið gaf þeim mikinn kraft því við vorum að verjast vel fram að því," sagði Di Matteo.

"Vítið gaf þeim von sem þá vantaði. Það var grimmt að dæma víti þó svo boltinn hafi vissulega farið í hönd Essien. Hann gat samt ekki látið hendina hverfa," sagði Di Matteo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×