Enski boltinn

Torres: Það hafa allir hér hjá Chelsea haft trú á mér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Torres hrökk loksins í gang í dag.
Torres hrökk loksins í gang í dag. Mynd. / Getty Images
Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fór á kostum í dag gegn Leicester í enska bikarnum. Spánverjinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö.

Chelsea vann leikinn 5-2 og mæta annað hvort Tottenham eða Bolton í undanúrslitum á Wembley.

Leikmaðurinn hafði ekki skorað síðan 19. október á síðasta ári og hefur sjálfstraust hans ekki verið mikið á undanförnum vikum.

„Ég hef verið gríðarlega óheppinn og þetta var farið að leggjast þungt á mig, ég þurfti á þessu að halda," sagði Torres eftir leikinn.

„Ég neitaði alltaf að gefast upp og æfi bara enn meira þegar illa gekk."

„Það sem hefur hjálpað mér mikið er mikill stuðningur aðdáenda Chelsea og stjórarnir hafa alltaf haft trú á mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×