Enski boltinn

Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag.
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Getty Images / Nordic Photos
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný.

Forráðamenn Bolton hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort liðið muni leika gegn Tottenham á ný í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í London. Leiknum var aflýst á laugardaginn í stöðunni 1-1 eftir atvikið hjá Muamba. Leikurinn hefur verið settur á dagskrá þriðjudaginn 27. mars.

Coyle hefur dvalið í London frá því að Muamba var fluttur á sjúkrahús til endurlífgunar. Coyle sagði í gær að ástand leikmannsins væri enn alvarlegt en meiri bjartsýni ríkti hjá læknateyminu sem annast hann.

„Þeir sem þekkja best til segja mér að slíkt hafi gerst áður. Öll slík mál eru einstök. Það sem kemur til með að vinna með Fabrice er að hann er í frábæru líkamlegu ástandi. Og hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum fram til þessa í lífinu. Fótboltinn er ekki það mikilvægasta á þessu augnbliki en við óskum þess öll að hann nái sér að fullu," sagði Coyle m.a. í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×