Enski boltinn

Ótrúlegur klaufagangur hjá Liverpool

Liverpool kastaði frá sér unnum leik er það sótti QPR heim í kvöld. Eftir að hafa náð tveggja marka forskoti kom QPR til baka og kláraði leikinn með þrem mörkum á þrettán mínútum.

Það var markalaust í leikhléi en Coates kom Liverpool yfir með stórglæsilegu marki. Þegar Dirk Kuyt skoraði 18 mínútum fyrir leikslok héldu flestir að dagskránni væri lokið.

Leikmenn QPR voru ekki þar á meðal. Fyrst minnkaði Derry muninn og Cisse, fyrrum leikmaður Liverpool, jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok. Ótrúleg endurkoma.

Henni var þó ekki lokið því í uppbótartíma leiksins náði varamaðurinn Jamie Mackie að skora sigurmarkið eftir vandræðagang á varnarmönnum Liverpool..

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×