Enski boltinn

Muamba þegar hann vaknaði úr dáinu: Töpuðum við?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabrice Muamba.
Fabrice Muamba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það hefur leikið út hvað Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sagði skömmu eftir að hann vaknaði úr dáinu. Muamba fékk hjartastopp í bikarleik Tottenham og Bolton um síðustu helgi og lengi var óttast um líf hans. Snögg viðbrögð sjúkraliða og læknis sem var staddur á White Hart Lane, björguðu lífi hans.

Muamba er á batavegi og læknarnir eru orðnir miklu bjartsýnni á batahorfur hans. Það er engu að síður óvissutími framundan hjá þessum 23 ára gamla strák.

Vinur Fabrice Muamba hefur nú sagt frá því að eitt það fyrsta sem Muamba spurði um eftir að hann vaknaði var hvernig leikurinn hefði farið.

Fabrice spurði föður sinn Marcel: "Töpuðum við leiknum?" Þegar faðir hans sagði honum að staðan hafi verið 1-1, þá spurði Fabrice af hverju leikurinn hafi verið flautaður af. "Vegna þess hvað gerðist fyrir þig," svaraði faðir hans.

Muamba þekkti kærustu sína þegar hann vaknaði og spurði um þriggja ára son þeirra. Vinur hans hefur sagt frá því að Bolton-maðurinn vildi vita það strax hvar sonur hans væri niður kominn. Eftir að Muamba fékk að vita hvar strákurinn sinn væri þá spurði hann um leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×