Enski boltinn

Jafntefli hjá Aroni og félögum

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í kvöld er það tók á móti hans gamla félagi, Coventry City.

Leik liðanna lyktaði með jafntefli, 2-2, en jöfnunarmark Coventry kom þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff og nædli sér í gula spjaldið í leiknum.

Cardiff er í áttunda sæti deildarinnar og þarf að spýta í lófana ef liðið ætlar að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×