Enski boltinn

Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Paul Scholes.
Wayne Rooney og Paul Scholes. Mynd/Nordic Photos/Getty
Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma

Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar.

Patrick Vieira hrósar hinum 37 ára gamla Paul Scholes en segir að endurkoma hans sé merki um litla breidd í leikmannahópi United. Vieira býst við að United lendi í vandræðum í næstu framtíð ekki síst þar sem að þeir eru að missa unga miðjumenn eins og Ravel Morison og Paul Pogba.

„Paul Scholes er leikmaður sem ég elska og ber mikla virðingu fyrir enda einn af bestu ensku leikmönnunum undanfarin ár. Það er gott fyrir bæði hann og United að hann kom til baka. Það sýnir samt smá veikleikamerki á United að þeir hafa þurft að kalla aftur á leikmann sem er orðinn 37 ára gamall," sagði Patrick Vieira.

„Að mínu mati sýnir þetta það að á næstu árum muni United eiga í vandræðum með að ráða við önnur félög. Það að þeir þurfi að kalla á Scholes þýðir bara að þeir hafa ekki menn til þess að taka við af honum," sagði Vieira.

„United ætti að hafa áhyggjur af því að missa leikmenn eins og Ravel Morrison og jafnvel Paul Pogba því það hefði ekki gerst hér áður fyrr," sagði Vieira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×