Enski boltinn

Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton.
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton. Getty Images / Nordic Photos
Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum.

Í sameiginlegri tilkynningu frá félaginu og læknum sem annast leikmanninn kemur fram að hjarta hans slái nú án lyfjaaðstoðar og að hann hafi einnig hreyft hendur og fætur.

Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi.

Hjartað í Muamba fór ekki að slá á ný fyrr en eftir tveggja tíma endurlífgun og stjórnaði Deaner aðgerðum þar til leikmaðurinn var kominn á sjúkrahús. Læknateymið gat flutt leikmanninn strax með sjúkrabifreið frá vellinum og ekki þurfti að bíða eftir því að bifreiðin kæmi á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×