Enski boltinn

Liverpool komið í undanúrslit eftir sigur gegn Stoke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool komst áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í dag þegar liðið var bar sigur úr býtum gegn Stoke, 2-1, á Anfield.

Luis Suarez kom Liverpool yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik með frábæru skoti fyrir utan teiginn. Stoke var ekki lengi að jafna metinn en Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool, skallaði boltann í netið aðeins þremur mínútum síðar.

Sigurmarkið kom þegar hálftími var eftir af leiknum en þá skoraði Stewart Downing annað mark Liverpool í leiknum eftir frábæran undirbúning frá Steven Gerrard.

Liverpool því komið áfram í undanúrslitin í enska bikarnum. Bikarkeppnir virðast vera virka hjá klúbbnum á þessu tímabili en félagið vann Carling Cup-bikarinn á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×