Enski boltinn

Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea

Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund
Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund Getty Images / Nordic Photos
Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist.

Klopp er í hópi fjölmargra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Jose Mourinho og Pep Guardiola eru ítrekað orðaðir við Chelsea og nafn Klopp hefur skotið upp kollinum á undanförnum dögum. Þýski þjálfarinn var beinskeittur í viðtali eftir bikarleik Dortmund í gærkvöld. „Ég get hafnaði tilboðinu hér og nú. Ég er ekki að fara flytja til Englands en það er frábært að vera í hópi með þeim Mourinho og Guardiola í þessu samhengi. Fyrir mig er það nóg, þetta er persónulegur sigur en ég er ekki á lausu," sagði Klopp í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×